Fannar Þór Friðgeirsson var í eldlínunni með liði sínu Hagen þegar liðið mætti Neuhausen í þýsku B deildinni í handknattleik í kvöld. Þá léku Sigtryggur Daði Rúnarsson, Árni Þór Sigtryggson og Sveinbjörn Pétursson með Aue gegn Minden.
Farnnar Þór skoraði fjögur mörk fyrir Hagen sem lagði Neuhausen að velli. Lokatölur í leiknum urðu 31:26 fyrir Hagen.
Aue laut í lægra haldi gegn Minden, en lokatölur í þeim leik urðu 34:26 Minden í vil. Sigtryggur Daði skoraði þrjú mörk fyrir Aue í leiknum og Árni Þór lagði eitt mark í púkkinn. Sveinbjörn varði níu skot í marki Aue.
Bjarki Már Gunnarsson var fjarri góðu gamni í liði Aue vegna meiðsla. Rúnar Sigtryggsson er þjálfari Aue.
Minden er í efsta sæti deildarinnar með 31 stig, Hagen er í fjórða sæti deildarinnar með 22 stig og Hagen er í 11. - 13. sæti deildarinnar með 15 stig.