Bíður enn eftir batanum

Gunnar Óli Gústafsson með gula spjaldið á lofti.
Gunnar Óli Gústafsson með gula spjaldið á lofti. mbl.is/Skapti Hallgrímsson

„Batinn er hægur og segja má að ég standi í stað,“ segir Gunnar Óli Gústafsson handknattleiksdómari, sem er eitt nýjasta fórnarlamb höfuðhögga í boltaíþróttum. Gunnar Óli fékk boltann óvænt í höfuðið í kappleik sem hann dæmdi 10. desember í Olís-deild karla milli Vals og FH.

Gunnar Óli var staddur við endalínu vallarins þegar einn leikmanna átti þrumuskot sem hafnaði í stönginni þaðan sem boltinn kastaðist af miklu afli í höfuðið á Gunnari Óla án þess að hann fengi rönd við reist. Atvikið átti sér stað í fyrri hálfleik og lauk Gunnar Óli við að dæma hálfleikinn ásamt félaga sínum, Bjarka Bóassyni. Þegar þeir komu inn í klefa í hálfleik kastaði Gunnari Óli upp og ljóst varð að hann gat ekki haldið áfram. Bjarki dæmdi einn síðari hálfleikinn en Gunnar Óli fór í læknisskoðun.

„Ég man aðeins eftir stuttum bútum úr leiknum. Minningin er svipuð og eiga skjáskot eða myndir,“ segir Gunnar Óli sem hefur horft á upptöku af leiknum.

Nánar er rætt við Gunnar Óla í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert