Alfreð segir Aron ekki ánægðan

Alfreð Gíslason og Aron Pálmarsson.
Alfreð Gíslason og Aron Pálmarsson. Ljósmynd/Þórir Ó. Tryggvason

Alfreð Gíslason, þjálfari þýska meistaraliðsins Kiel, segir að Aron Pálmarsson landsliðsmaður í handknattleik sé ekki ánægður með dvölina hjá ungverska stórliðinu Veszprém.

Aron lék undir stjórn Alfreðs hjá Kiel í fimm ár og vann þar fjölda titla, en færði sig um set síðasta sumar og flutti til Ungverjalands.

Alfreð var í ítarlegu viðtali við staðarblaðið Kieler Nachrichten og var þar meðal annars spurður út í orðróm um að hann vildi fá Aron aftur frá Veszprém og senda Joan Canellas þangað í skiptum fyrir íslenska landsliðsmanninn.

„Ég veit að Aron er ekki sáttur í Ungverjalandi. Og það er rétt, ég myndi vilja fá Aron aftur til Kiel. En ég held að það muni ekki ganga upp. Ég trúi því hinsvegar að Aron viti í dag hvað hann hafði í Kiel. Það er hinsvegar rétt að við erum að að leita að skyttu eða leikstjórnanda til að styrkja liðið," var svar Alfreðs við þessari spurningu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka