Aron Rafn til Þýskalands eftir EM

Aron Rafn Eðvarðsson einbeittur í markinu.
Aron Rafn Eðvarðsson einbeittur í markinu. mbl.is/Árni Sæberg

Aron Rafn Eðvarðsson, markvörður íslenska landsliðsins í handknattleik, hefur vistaskipti eftir Evrópumótið í Póllandi sem hefst á morgun. Aron mun yfirgefa danska úrvalsdeildarliðið Aalborg og ganga til liðs við þýska B-deildarliðið Bietigheim. Samningur Arons við þýska liðið gildir út tímabilið.

,,Ég hef verið mjög ósáttur við hversu lítið ég hef fengið að spila með Aalborg og þetta hefur verið mjög ósanngjarnt gagnvart mér. Það var alveg sama hvernig Palicka gekk. Hann var alltaf tekinn fram yfir mig en fyrir tímabilið sagðist þjálfarinn ætla að skipta hlutverkunum jafnt á milli okkar. Ég ræddi við félagið um að fá að fara í desember því ég sá fram á það að fá lítið sem ekkert að spila. Það vildi ekki leyfa mér að fara þá en nú þegar markvörðurinn er kominn til baka sem varð fyrir krossbandaslitum þá fékk ég leyfi til að leita mér að nýju liði,“ sagði Aron Rafn við Morgunblaðið í gær.

Nánar er rætt við Aron Rafn og vistaskipti hans í íþróttablaði Morgunblaðsins sem kom út í morgun. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert