Stjarnan í bikarúrslit

Thea Imani Sturludóttir úr Fylki í dauðafæri í leiknum í …
Thea Imani Sturludóttir úr Fylki í dauðafæri í leiknum í Laugardalshöllinni. mbl.is/Styrmir Kári

Stjarn­an og Fylk­ir mætt­ust í undanúr­slit­um í bik­ar­keppni kvenna í hand­knatt­leik, Coca Cola-bik­arn­um, í Laug­ar­dals­höll­inni klukk­an 17.15. Stjarn­an sigraði 26:21 og leik­ur til úr­slita á laug­ar­dag­inn gegn annað hvort Gróttu eða Hauk­um. Fylgst var með gangi mála í beinni texta­lýs­ingu hér á mbl.is.

Grótta og Hauk­ar mæt­ast klukk­an 19.30 í kvöld, einnig í Laug­ar­dals­höll­inni.

Staðan að lokn­um fyrri hálfleik var 13:10 fyr­ir Stjörn­una. Garðbæ­ing­ar höfðu lengst af frum­kvæðið í leikn­um en mun­ur­inn var sjaldn­ast mik­ill. Til að mynda var tveggja marka mun­ur þegar fimm mín­út­ur voru eft­ir. 

Í liði Stjörn­unn­ar eru reynd­ir leik­menn og hafði það vafa­lítið sín áhrif. Auk þess var vörn­in öfl­ugri hjá Stjörn­unni og Flor­ent­ina Stanciu tók ágæt­lega við sér í mark­inu í síðari hálfleik. 

Bæði lið gerðu mörg mis­tök í leikn­um eins og oft vill verða í mik­il­væg­um bikarleikj­um en þau voru færri hjá Garðbæ­ing­um þegar uppi var staðið. 

Stjarn­an 26:21 Fylk­ir opna loka
Hanna G. Stefánsdóttir - 7 / 3
Þórhildur Gunnarsdóttir - 5
Sólveig Lára Kjærnested - 5
Stefanía Theodórsdóttir - 3
Sandra Rakocvivic - 2
Helena Rut Örvarsdóttir - 2
Florentina Stanciu - 1
Esther Viktoría Ragnarsdóttir - 1
Mörk 8 / 6 - Patricia Szölösi
3 - Ólöf Kristín Þorsteinsdóttir
3 - Thea Imani Sturludóttir
3 - Hildur Björnsdóttir
2 - Þuríður Guðjónsdóttir
1 - Rebekka Friðriksdóttir
1 - Eyrún Hjartardóttir
Florentina Stanciu - 14 / 1
Varin skot 9 - Sara Dögg Jónsdóttir
3 - Ástríður Glódís Gísladóttir

4 Mín

Brottvísanir

0 Mín

mín.
60 Leik lokið
Leiknum er lokið. Stjarnan sigraði 26:21 og leikur til úrslita um bikarinn á laugardaginn.
60 Thea Imani Sturludóttir (Fylkir) á skot í stöng
60 26 : 21 - Hanna G. Stefánsdóttir (Stjarnan) skorar úr víti
60 Stjarnan (Stjarnan) fiskar víti
60 Hanna G. Stefánsdóttir (Stjarnan) fiskar víti
60 Florentina Stanciu (Stjarnan) varði skot
59 25 : 21 - Hanna G. Stefánsdóttir (Stjarnan) skoraði mark
Gegnumbrot
59 24 : 21 - Thea Imani Sturludóttir (Fylkir) skoraði mark
Gegnumbrot
58 24 : 20 - Þórhildur Gunnarsdóttir (Stjarnan) skoraði mark
Hún er drjúg á lokakaflanum.
58 Stjarnan tekur leikhlé
Garðbæingar þremur mörkum yfir og með boltann.
58 Florentina Stanciu (Stjarnan) varði skot
57 Stjarnan tapar boltanum
56 Eyrún Hjartardóttir (Fylkir) skýtur framhjá
Vonin dofnar fyrir Árbæinga.
56 23 : 20 - Þórhildur Gunnarsdóttir (Stjarnan) skoraði mark
Mikilvægt mark. Þriggja marka munur.
55 Stjarnan tekur leikhlé
Ágætis tímapunktur fyrir Harra þjálfara Stjörnunnar að taka leikhlé og leggja línurnar. 40 mínútur eftir af refsitímanum hjá Stjörnunni.
55 22 : 20 - Ólöf Kristín Þorsteinsdóttir (Fylkir) skoraði mark
Hún er einnig seig að skora úr hægra horninu eins og Hanna er fyrir Stjörnuna.
55 Ástríður Glódís Gísladóttir (Fylkir) varði skot
54 22 : 19 - Patricia Szölösi (Fylkir) skorar úr víti
Stjarnan með fjóra útileikmenn í 25 sekúndur.
54 Fylkir (Fylkir) fiskar víti
54 Sólveig Lára Kjærnested (Stjarnan) fékk 2 mínútur
53 22 : 18 - Hanna G. Stefánsdóttir (Stjarnan) skoraði mark
Ótrúlega seig að koma boltanum í netið úr þröngum færum. Þetta mark gæti skipt miklu máli. Manni færri og munurinn orðinn fjögur mörk.
53 Fylkir tapar boltanum
Þetta er dýrt.
53 Esther Viktoría Ragnarsdóttir (Stjarnan) skýtur framhjá
52 Þórhildur Gunnarsdóttir (Stjarnan) fékk 2 mínútur
Skaut á markið eftir að dæmt var.
52 Stjarnan tapar boltanum
51 Ástríður Glódís Gísladóttir (Fylkir) varði skot
51 Florentina Stanciu (Stjarnan) varði skot
50 21 : 18 - Stefanía Theodórsdóttir (Stjarnan) skoraði mark
Úr horninu. Stjarnan þremur mörkum yfir.
50 Florentina Stanciu (Stjarnan) varði skot
50 Ástríður Glódís Gísladóttir (Fylkir) varði skot
49 20 : 18 - Ólöf Kristín Þorsteinsdóttir (Fylkir) skoraði mark
Úr horninu. Tveggja marka munur.
48 20 : 17 - Þórhildur Gunnarsdóttir (Stjarnan) skoraði mark
48 Fylkir tapar boltanum
47 Textalýsing
Sólveig Lára liggur eftir. Virðist hafa lent illa eftir skotið. Kylfingurinn snjalli Gunnlaugur Jónasson hugar að henni, sjúkraþjálfari Stjörnunnar.
47 Sólveig Lára Kjærnested (Stjarnan) skýtur framhjá
46 19 : 17 - Thea Imani Sturludóttir (Fylkir) skoraði mark
Skot fyrir utan
46 19 : 16 - Hanna G. Stefánsdóttir (Stjarnan) skorar úr víti
46 Stjarnan (Stjarnan) fiskar víti
45 18 : 16 - Patricia Szölösi (Fylkir) skorar úr víti
44 Fylkir (Fylkir) fiskar víti
44 Stjarnan tapar boltanum
43 Patricia Szölösi (Fylkir) á skot í stöng
43 18 : 15 - Sandra Rakocvivic (Stjarnan) skoraði mark
Góð gabbhreyfing og gegnumbrot
43 Florentina Stanciu (Stjarnan) varði skot
42 17 : 15 - Sandra Rakocvivic (Stjarnan) skoraði mark
Skot fyrir utan
42 Florentina Stanciu (Stjarnan) ver víti
Þar sá hún loksins við Szölösi.
41 Hildur Björnsdóttir (Fylkir) fiskar víti
41 Stjarnan tapar boltanum
40 Fylkir tapar boltanum
40 16 : 15 - Esther Viktoría Ragnarsdóttir (Stjarnan) skoraði mark
Gegnumbrot
39 15 : 15 - Patricia Szölösi (Fylkir) skorar úr víti
Tæpt. Florentina var í þessum.
39 Thea Imani Sturludóttir (Fylkir) fiskar víti
38 Stjarnan tapar boltanum
Því liði sem tekst að koma í veg fyrir öll þessi tæknimistök vinnur leikinn og kemst í úrslit.
38 Fylkir tapar boltanum
37 Sara Dögg Jónsdóttir (Fylkir) varði skot
37 Fylkir tapar boltanum
36 Thea Imani Sturludóttir (Fylkir) á skot í slá
Fylkir nær frákastinu
36 15 : 14 - Hanna G. Stefánsdóttir (Stjarnan) skoraði mark
Úr þröngu færi í horninu
35 14 : 14 - Eyrún Hjartardóttir (Fylkir) skoraði mark
Hraðaupphlaup. Góð byrjun Fylkis í síðari.
35 Stjarnan tapar boltanum
35 14 : 13 - Patricia Szölösi (Fylkir) skorar úr víti
34 Fylkir (Fylkir) fiskar víti
34 Florentina Stanciu (Stjarnan) varði skot
Fylkir fær víti
34 14 : 12 - Sólveig Lára Kjærnested (Stjarnan) skoraði mark
Skot fyrir utan
34 13 : 12 - Hildur Björnsdóttir (Fylkir) skoraði mark
Af línunni
33 Sara Dögg Jónsdóttir (Fylkir) varði skot
33 Fylkir tapar boltanum
32 Florentina Stanciu (Stjarnan) varði skot
Fylkir heldur boltanum
32 Sara Dögg Jónsdóttir (Fylkir) varði skot
31 13 : 11 - Ólöf Kristín Þorsteinsdóttir (Fylkir) skoraði mark
Úr horninu
31 Leikur hafinn
Fylkir byrjar með boltann
30 Hálfleikur
Fyrri hálfleik er lokið. Þriggja marka forskot Stjörnunnar. Verðskulduð forysta enda hafa Fylkiskonur gert fleiri mistök en Garðbæingar. Forvitnilegt að sjá hvort Fylkir tefli fram Guðnýju Jenný í síðari hálfleik.
30 Textalýsing
Ólöf Kristín liggur eftir og er studd af velli. Varnarmaður Stjörnunnar fór beint í andlitið á henni en fær ekki einu sinni 2 mínútur.
30 Sara Dögg Jónsdóttir (Fylkir) varði skot
29 13 : 10 - Patricia Szölösi (Fylkir) skorar úr víti
29 Fylkir (Fylkir) fiskar víti
28 13 : 9 - Sólveig Lára Kjærnested (Stjarnan) skoraði mark
Skot fyrir utan
28 Stjarnan tekur leikhlé
27 Florentina Stanciu (Stjarnan) varði skot
27 Nataly Sæunn Valencia (Stjarnan) skýtur framhjá
27 Fylkir tapar boltanum
26 Esther Viktoría Ragnarsdóttir (Stjarnan) skýtur framhjá
25 12 : 9 - Hildur Björnsdóttir (Fylkir) skoraði mark
Af línunni
25 Helena Rut Örvarsdóttir (Stjarnan) skýtur framhjá
25 Patricia Szölösi (Fylkir) skýtur framhjá
25 12 : 8 - Sólveig Lára Kjærnested (Stjarnan) skoraði mark
Gegnumbrot
24 Þuríður Guðjónsdóttir (Fylkir) skýtur framhjá
24 11 : 8 - Florentina Stanciu (Stjarnan) skoraði mark
Skoraði yfir allan völlinn en Fylkir tekur af og til áhættu og skiptir út markverði sínum í sókninni.
24 Florentina Stanciu (Stjarnan) varði skot
23 Helena Rut Örvarsdóttir (Stjarnan) á skot í slá
22 10 : 8 - Patricia Szölösi (Fylkir) skorar úr víti
22 Fylkir (Fylkir) fiskar víti
22 Stjarnan tapar boltanum
21 10 : 7 - Patricia Szölösi (Fylkir) skoraði mark
Skot af gólfinu
20 10 : 6 - Helena Rut Örvarsdóttir (Stjarnan) skoraði mark
Skot af gólfinu
20 9 : 6 - Þuríður Guðjónsdóttir (Fylkir) skoraði mark
Skot af gólfinu
19 9 : 5 - Helena Rut Örvarsdóttir (Stjarnan) skoraði mark
Gegnumbrot
18 Florentina Stanciu (Stjarnan) varði skot
18 8 : 5 - Hanna G. Stefánsdóttir (Stjarnan) skoraði mark
Stöngin og inn úr þröngu færi
17 7 : 5 - Rebekka Friðriksdóttir (Fylkir) skoraði mark
Af línunni
17 Fylkir tekur leikhlé
16 7 : 4 - Hanna G. Stefánsdóttir (Stjarnan) skorar úr víti
16 Stjarnan (Stjarnan) fiskar víti
16 Sara Dögg Jónsdóttir (Fylkir) varði skot
Stjarnan fær víti
16 Ólöf Kristín Þorsteinsdóttir (Fylkir) skýtur framhjá
15 Sara Dögg Jónsdóttir (Fylkir) varði skot
15 Florentina Stanciu (Stjarnan) varði skot
14 Stjarnan tapar boltanum
13 Þuríður Guðjónsdóttir (Fylkir) á skot í slá
13 Helena Rut Örvarsdóttir (Stjarnan) skýtur framhjá
13 6 : 4 - Þórhildur Gunnarsdóttir (Stjarnan) skoraði mark
Hraðaupphlaup
13 Thea Imani Sturludóttir (Fylkir) á skot í slá
12 Esther Viktoría Ragnarsdóttir (Stjarnan) skýtur framhjá
11 5 : 4 - Patricia Szölösi (Fylkir) skoraði mark
Skot af gólfinu
11 5 : 3 - Sólveig Lára Kjærnested (Stjarnan) skoraði mark
Hefur skotið í skrefinu að ég held fimm sinnum án þess að vörn Fylkis ráði við það. Mjög klók.
10 Fylkir tapar boltanum
Fylkiskonur taugaspennar. Margar slæmar sendingar á fyrstu tíu mínútunum.
9 4 : 3 - Stefanía Theodórsdóttir (Stjarnan) skoraði mark
Hraðaupphlaup
9 Fylkir tapar boltanum
9 Sólveig Lára Kjærnested (Stjarnan) skýtur framhjá
8 Þuríður Guðjónsdóttir (Fylkir) skýtur framhjá
8 Þórhildur Gunnarsdóttir (Stjarnan) skýtur framhjá
8 Textalýsing
Hanna Stefáns hefur orðið fyrir einhverjum meiðslum. Fékk líklega högg á lærið. Ætlar að halda áfram. Spurning hvort blæði inn á vöðvann, þá er hún í vandræðum.
8 Florentina Stanciu (Stjarnan) varði skot
8 Sólveig Lára Kjærnested (Stjarnan) á skot í stöng
7 Fylkir tapar boltanum
7 Helena Rut Örvarsdóttir (Stjarnan) skýtur framhjá
6 Fylkir tapar boltanum
5 3 : 3 - Þórhildur Gunnarsdóttir (Stjarnan) skoraði mark
Af línunni
5 Florentina Stanciu (Stjarnan) varði skot
Hún er byrjuð
5 Sara Dögg Jónsdóttir (Fylkir) varði skot
5 Sólveig Lára Kjærnested (Stjarnan) á skot í stöng
4 2 : 3 - Þuríður Guðjónsdóttir (Fylkir) skoraði mark
Undirhandarskot
4 2 : 2 - Stefanía Theodórsdóttir (Stjarnan) skoraði mark
Úr horninu
3 1 : 2 - Hildur Björnsdóttir (Fylkir) skoraði mark
Af línunni
3 Sara Dögg Jónsdóttir (Fylkir) varði skot
2 1 : 1 - Thea Imani Sturludóttir (Fylkir) skoraði mark
Stórskyttan kemst strax á blað
2 Textalýsing
Raek byrjar inn á í vörninni hjá Stjörnunni
2 Sara Dögg Jónsdóttir (Fylkir) varði skot
1 Fylkir tapar boltanum
1 1 : 0 - Sólveig Lára Kjærnested (Stjarnan) skoraði mark
Skot af gólfinu
1 Leikur hafinn
Stjarnan byrjar með boltann
0 Textalýsing
Fín stemning í Höllinni og áhorfendur láta vel í sér heyra. Leikmenn hafa verið kynntir og leikurinn getur farið að hefjast.
0 Textalýsing
Eins og fram kemur í frétt er Guðný Jenný Ásmundsdóttir fyrrverandi landsliðsmarkvörður á leiksskýrslu hjá Fylki. Hún hefur ekki leikið frá því hún dró sig í hlé hjá Val vorið 2014 en hefur starfið hjá Fylki sem þjálfari í tvo vetur.
0 Textalýsing
Velkomin með mbl.is í Laugardalshöllina þar sem Stjarnan og Fylkir mætast í fyrri undanúrslitaleiknum í Coca Cola bikar kvenna. Sigurliðið í þessari viðureign mætir Gróttu eða Haukum í úrslitaleiknum á laugardaginn.
Sjá meira
Sjá allt
Dómarar: Magnús Kári Jónsson og Ómar Ingi Sverrisson

Gangur leiksins: 3:3, 4:3, 6:4, 10:6, 12:9, 13:10, 14:14, 16:15, 18:16, 21:18, 22:20, 26:21.

Lýsandi: Kristján Jónsson

Völlur: Laugardalshöll

Stjarnan: Heiða Ingólfsdóttir (M), Florentina Stanciu (M). Esther Viktoría Ragnarsdóttir, Guðrún Erla Bjarnadóttir, Helena Rut Örvarsdóttir, Sólveig Lára Kjærnested, Stefanía Theodórsdóttir, Hanna G. Stefánsdóttir, Nataly Sæunn Valencia, Arna Dýrfjörð, Þórhildur Gunnarsdóttir, Rakel Dögg Bragadóttir, Kolbrún Gígja Einarsdóttir, Sandra Rakocvivic.

Fylkir: Sara Dögg Jónsdóttir (M), Guðný Jenný Ásmundsdóttir (M), Ástríður Glódís Gísladóttir (M). Ólöf Kristín Þorsteinsdóttir, Hildur Björnsdóttir, Kristjana Björk Steinarsdóttir, Patricia Szölösi, Eyrún Hjartardóttir, Vera Pálsdóttir, Þuríður Guðjónsdóttir, Sigrún Birna Arnardóttir, Diljá Mjöll Aronsdóttir, Rebekka Friðriksdóttir, Thea Imani Sturludóttir.

mbl.is

Handbolti

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Ísland 4 4 0 0 129:97 32 8
2 Georgía 4 2 0 2 101:103 -2 4
3 Bosnía 4 1 0 3 95:104 -9 2
4 Grikkland 4 1 0 3 95:116 -21 2
16.03 Bosnía 20:22 Georgía
15.03 Ísland 33:21 Grikkland
13.03 Georgía 28:26 Bosnía
12.03 Grikkland 25:34 Ísland
10.11 Bosnía 23:22 Grikkland
10.11 Georgía 25:30 Ísland
06.11 Ísland 32:26 Bosnía
06.11 Grikkland 27:26 Georgía
07.05 18:00 Bosnía : Ísland
08.05 13:00 Georgía : Grikkland
11.05 16:00 Grikkland : Bosnía
11.05 16:00 Ísland : Georgía
urslit.net
Fleira áhugavert

Handbolti

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Ísland 4 4 0 0 129:97 32 8
2 Georgía 4 2 0 2 101:103 -2 4
3 Bosnía 4 1 0 3 95:104 -9 2
4 Grikkland 4 1 0 3 95:116 -21 2
16.03 Bosnía 20:22 Georgía
15.03 Ísland 33:21 Grikkland
13.03 Georgía 28:26 Bosnía
12.03 Grikkland 25:34 Ísland
10.11 Bosnía 23:22 Grikkland
10.11 Georgía 25:30 Ísland
06.11 Ísland 32:26 Bosnía
06.11 Grikkland 27:26 Georgía
07.05 18:00 Bosnía : Ísland
08.05 13:00 Georgía : Grikkland
11.05 16:00 Grikkland : Bosnía
11.05 16:00 Ísland : Georgía
urslit.net
Fleira áhugavert