Voru óvænt kallaðir inn vegna barnsfæðingar

Dómararnir Gísli H. Jóhannsson og Hafsteinn Ingibergsson.
Dómararnir Gísli H. Jóhannsson og Hafsteinn Ingibergsson. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Fæðing barns í gærmorgun varð til þess að handknattleiksdómararnir Gísli H. Jóhannsson og Hafsteinn Ingibergsson dæma úrslitaleik Coca Cola-bikars kvenna í handknattleik í Laugardalshöll á morgun.

Eins og kom fram í Morgublaðinu í gær þá stóð ekki til að þeir félagar dæmdu einhvern af leikjunum sex í undanúrslitum og úrslitum keppninnar.

En skjótt skipast veður í lofti. Eftir að Arnar Sigurjónsson, annar þeirra sem áttu að dæma úrslitaleik kvenna á morgun, varð faðir í gærmorgun afþakkaði hann að dæma leikinn þar sem hann vill frekar sinna nýju hlutverki í lífinu.

„Gísli og Hafsteinn voru varapar á leikjum helginar og því lá beinast við að bjóða þeim úrslitaleikinn eftir að Arnar hætti við. Þeir tóku boðinu,“ sagði Guðjón L. Sigurðsson, formaður dómaranefndar HSÍ, í samtali við Morgunblaðið í gær.

Anton Gylfi Pálsson og Jónas Elíasson dæma úrslitaleikinn í karlaflokki sem hefst kl. 16. Úrslitaleikur kvenna byrjar kl. 13.30.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka