Stjarnan bikarmeistari eftir sigur á Gróttu

Þórhildur Gunnarsdóttir er hér að skora fyrir Stjörnuna í Laugardalshöllinni …
Þórhildur Gunnarsdóttir er hér að skora fyrir Stjörnuna í Laugardalshöllinni í dag. mbl.is/Styrmir Kári

Stjarnan er bikarmeistari í handbolta kvenna. Stjarnan og Grótta mættust í úrslitaleik Coca Cola bikarkeppni kvenna í handknattleik í dag í Laugardalshöllinni.  Stjarnan hafði betur 20:16 og var yfir að loknum fyrri hálfleik 10:7. 

Leikurinn var hnífjafn framan af og staðan var til að mynd 7:7. En Garðbæingar skoruðu síðustu þrjú mörkin í fyrri hálfleik. Í síðari hálfleik náði Stjarnan um tíma fjögurra marka forskoti 14:10 en Grótta minnkaði muninn í 15:14. Liðinu tókst þó ekki að jafna leikinn og Stjarnan fangaði sigri. Þegar um þrjár og hálf mínúta var eftir fékk Grótta tveggja mínútna brottvísun í stöðunni 17:16 fyrir Stjörnuna. Stjarnan vann þann kafla 2:0 og landaði sigrinum. 

Eins og úrslitin sýna glögglega þá komst Grótta lítt áleiðis í sókninni að þessu sinni enda skoraði liðið aðeins 16 mörk. Bæði lið spiluðu hörkuvörn en Garðbæingum tókst oftar að finna lausnir í sókninni. 

Í dag var búist við einvígi markvarðanna enda mjög snjallir marverðir í báðum liðum. Íris Björk Símonardóttir lék vel í fyrri hálfleik og hélt þá liði sínu inni í leiknum. Hún missti hins vegar dampinn í síðari hálfleik. Var þessu öfugt farið hjá Florentinu Stanciu sem varði ekki mörg skot fyrir Stjörnuna í fyrri hálfleik en varði á mikilvægum augnablikum í síðari hálfleik. 

Stjarnan varð síðast bikarmeistari árið 2009 en um er að ræða sjöunda bikarmeistaratitil félagsins í kvennaflokki í handbolta. 

Stjarnan 20:16 Grótta opna loka
60. mín. Grótta tapar boltanum Bæði lið töpuðu boltanum eftir nokkrar sekúndur. Mikill hamagangur í höllinni en úrslitin eru ráðin. 45 sekúndur eftir.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert