Greiða 170 þúsund hver

Stórskyttan Ragnheiður Júlíusdóttir.
Stórskyttan Ragnheiður Júlíusdóttir. mbl.is/Árni Sæberg

Leikmenn U20 ára landsliðs Íslands í handknattleik kvenna standa straum af um helmingi kostnaðar sem fellur til vegna undankeppni heimsmeistaramótsins sem hefst hér á landi á morgun og lýkur á sunnudag. Hver hinna 16 leikmanna íslenska liðsins þarf að leggja um 170 þúsund krónur í púkkið. Heildarkostnaður við mótahaldið er nærri 5 milljónum.

„Stelpurnar, foreldrar og þeir sem eru í landsliðsnefnd kvenna hafa verið mjög dugleg við að safna fyrir þátttökunni,“ sagði Einar Jónsson, þjálfari íslenska liðsins í samtali við Morgunblaðið.

Ísland er í riðli með Austurríki, Hvíta-Rússlandi og Ungverjalandi. Tvö efstu liðin tryggja sér keppnisrétt í lokakeppni HM sem haldið verður í Rússlandi í sumar.

Hreppi íslenska landsliðið farseðilinn á HM stendur fyrir dyrum önnur söfnun og þá fyrir Rússlandsferð. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka