Hrafnhildur markadrottning annað árið í röð

Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir.
Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir. mbl.is/Árni Sæberg

Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir, leikmaður Selfoss, er markadrottning Olísdeildar kvenna annað árið í röð. Hún skoraði 247 mörk í 26 leikjum liðsins, 45 mörkum meira en sú sem næst er á listanum.

Alls skoruðu 26 leikmenn Olísdeildar kvenna meira en 100 mörk fyrir lið sín í deildarkeppninni. Leikmenn frá öllum liðum deildarinnar eru á þeim lista en hér að neðan er aðeins rúm fyrir þær 19 markahæstu í deildinni. ÍBV á flesta á listanum yfir þá leikmenn sem skoraði hafa meira en 100 mörk, fjóra.

Hrafnhildur H. Þrastardóttir, Self. 247

Díana K. Sigmarsdótir, Fjölni 202

Patricia Szölösi, Fylki 190

Ragnheiður Júlíusdóttir, Fram 186

Ramune Pekarskyte, Haukum 167

Þorhildur B. Þórðardóttir, HK 160

Vera Lopez, ÍBV 155

Kristín Guðmundsdóttir, Val 154

Hekla I. Daðadóttir, Afture. 153

Maria Perira, Haukum 137

Íris Pétursdóttir Viborg, Val 136

Helena R. Örvarsd., Stjö. 135

Sólveig L. Kristjánsd., ÍR 135

Thea Imani Sturlud., Fylki 134

Adina M. Ghidoarca, Self. 131

Brynhildur Kjartansd., ÍR 124

Birta F. Sveinsdóttir, KA/Þór 121

Anna K. Einarsdóttir, KA/Þór 119

Ester Óskarsdóttir, ÍBV 119

Drífa Þorvalsdóttir, ÍBV 113

Sjá ítarlega umfjöllun um Olís-deild kvenna í handknattleik í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert