99% líkur eru á að Róbert Aron Hostert spili í Olísdeild karla í handknattleik á næsta tímabili, en Róbert hefur tvö undanfarin ár spilað með danska úrvalsdeildarliðinu Mors/Thy. Róberti stóð til boða að framlengja samning sinn við danska liðið en hann hafnaði tilboði félagsins og að öllu óbreyttu leikur hann á Íslandi á næstu leiktíð.
„Við erum í viðræðum við ÍBV og Stjörnuna og það ætti að skýrast mjög fljótlega hvar Róbert mun spila,“ sagði Arnar Theodórsson, umboðsmaður Róberts Arons, við Morgunblaðið í gær.