Guðlaugur hættur hjá Fram

Guðlaugur Arnarsson er hættur þjálfun karlaliðs Fram eftir þriggja ára …
Guðlaugur Arnarsson er hættur þjálfun karlaliðs Fram eftir þriggja ára starf í Safamýri. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Guðlaugur Arnarsson er hættur þjálfun karlaliðs Fram í handknattleik. Hann tók við þjálfun Fram-liðsins fyrir þremur árum af Einari Jónssyni.

Þetta hefur mbl.is samkvæmt öruggum heimildum. Óvíst er á þessari stundum hver tekur við þjálfun Fram-liðsins og eins hvort Guðlaugur haldi áfram að þjálfa lið í meistaraflokki á næstu leik.

Losarabragur virðist vera hjá Fram um þessar mundur. Auk Guðlaugs þjálfara liggur fyrir að Ólafur Ægir Ólafsson leikur með Val á næstu leiktíð eftir nokkurra ára veru í herbúðum Safamýrarliðsins. Þá hafa fleiri leikmenn Fram verið orðaðir við önnur lið á síðustu dögum. Þá hætti Haraldur Þorvarðarson, aðstoðarþjálfari karla- og kvennaliðsins, á dögunum og tók við þjálfun kvennaliðs Fylkis.

Uppfært klukkan 20:36:

Formaður handknattleiksdeildar Fram, Haraldur Bergsson, staðfesti við mbl.is að Guðlaugur væri hættur hjá Fram. Guðlaugur nýtti sér uppsagnarákvæði í samningi sínum en til álita kom að hann myndi halda áfram að stýra liðinu. Framarar eru að þreifa fyrir sér en ekki eru samningaviðræður í gangi við mögulegan eftirmann Guðlaugs. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert