Ágúst Þór tekur við KR

Ágúst Þór Jóhannsson t.v. nýr þjálfari KR ásamt Björgvini Frey …
Ágúst Þór Jóhannsson t.v. nýr þjálfari KR ásamt Björgvini Frey Vilhjálmssyni, formanni handknattleiksdeildar KR: Ljósmynd/KR

Ágúst Þór Jóhannsson, landsliðsþjálfari kvenna í handknattleik og fráfarandi þjálfari karlaliðs Víkings, hefur verið ráðinn þjálfari karlaliðs KR í handknattleik frá og með 1. júlí. Ágústi Þór er ætlað að stýra uppbyggingu liðsins á næstu árum. KR rak lestina í 1. deild á nýliðnu keppnistímabili. 

Ágúst Þór er þrautreyndur þjálfari sem þjálfað hefur félagslið hér heima en einnig í Noregi og í Danmörku auk íslenska landsliðsins síðustu fimm árin. 


mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert