Hildigunnur búin að semja við þýskt stórlið

Hildigunnur Einarsdóttir.
Hildigunnur Einarsdóttir. mbl.is/Golli

Hildigunnur Einarsdóttir landsliðskona í handknattleik hefur samið við þýska stórliðið Leipzig til tveggja ára og mun ganga til liðs við félagið í sumar.

Hildigunnur samdi fyrir ári síðan við þýska B-deildarliðið Koblenz/Weibern en þar áður lék hún í þrjú ár með norska úrvalsdeildarliðinu Tertnes.

Leipzig er eitt besta lið Þýskalands og er í hópi betra liða í Evrópu. Það er í hörkubaráttu um þýska meistaratitilinn en þegar einni umferð er ólokið eru Thüringer og Leipzig jöfn að stigum og mætast í hreinum úrslitaleik um næstu helgi.

Þorgerður Anna Atladóttir hefur verið á mála hjá Leipzig síðustu árin en hún hefur þurft að glíma við mikil meiðsli, bæði í hné og í baki, og ljóst er að hún spilar ekki áfram með liðinu á næsta tímabili.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert