„Verður áfram hörkueinvígi“

„Þetta var ótrúlega mikilvægt. Við vorum í raun og veru upp við vegg. Að lenda 0:2 undir hefði verið skelfileg staða,“ sagði Gunnar Magnússon þjálfari Íslandsmeistara Hauka þegar mbl.is ræddi við hann í Mosfellsbænum í kvöld. 

Haukar unnu þar Aftureldingu 28:25 í öðrum leik liðanna um Íslandsmeistaratitilinn í handbolta. Staðan er nú jöfn 1:1 og næsti leikur liðanna verður á Ásvöllum í Hafnarfirði á laugardaginn en vinna þarf þrjá leiki til að verða meistari. 

„Þetta eru tvö frábær lið og þetta verður áfram hörkueinvígi. Mikilvægt og sterkt hjá okkur að koma til baka í kvöld og svara fyrir síðasta leik,“ sagði Gunnar meðal annars en viðtalið við hann í heild sinni er að finna í meðfylgjandi myndskeiði.  

Frá leik liðanna í kvöld. Janus Daði sækir að vörn …
Frá leik liðanna í kvöld. Janus Daði sækir að vörn Aftureldingar. mbl.is/Árni Sæberg
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert