Grótta getur orðið meistari

Sólveig Lára Kjærnested, leikmaður Stjörnunnar og Lovísa Thompson, leikmaður Gróttu, …
Sólveig Lára Kjærnested, leikmaður Stjörnunnar og Lovísa Thompson, leikmaður Gróttu, verða í eldlínunni með liðum sínum í Mýrinni í dag. mbl.is / Eggert Jóhannesson

Grótta fær annað tækifæri til þess að verða Íslandsmeistari í handknattleik kvenna þegar liðið mætir Stjörnunni í fjórða leik liðanna í úrslitaeinvígi deildarinnar í Mýrinni í dag.

Grótta bar sigur úr býtum í fyrstu tveimur leikjum liðanna, en Stjarnan strengdi líflínu í einvíginu með sigri í þriðja leik liðanna og staðan í einvíginu er þar af leiðandi 2:1 Gróttu í vil. 

Stjarnan sá þar með til þess að Grótta varð ekki Íslandsmeistari annað árið í röð á föstudagskvöldið síðastliðið og kom auk þess í veg fyrir að liðið fengi silfurverðlaun í Íslandsmótinu um hálsinn fjórða árið í röð.

Leikur liðanna hefst klukkan 16.00 og verður í beinni textalýsingu á mbl.is.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert