Hjörvar Ólafsson
Grótta varð í dag Íslandsmeistari í handknattleik kvenna eftir örugga 28:23 sigur gegn Stjörnunni í fjórða leik liðanna í úrslitaeinvígi deildarinnar í TM-höllinni í Garðabæ. Grótta hefur þar af leiðandi orðið Íslandsmeistari tvö ár í röð á meðan Stjarnan fær silfurverðlaun á Íslandsmótinu fjórða árið í röð.
Grótta var með sex marka forystu í hálfleik, auk þess sem stórskyttu Stjörnuliðsins, Helenu Rut Örvarsdóttur hafði verið vikið af velli með rauðu spjaldi. Það var því þungur róður fyrir Stjörnuna í síðari hálfleik.
Grótta hélt forystu sinnu út leikinn og fór með fimm marka sigur af hólmi í leiknum. Grótta bar því sigur úr býtum í einvíginu 3:1 og er Íslandsmeistari í annað skipti í sögu félagsins.
Stjarnan | 23:28 | Grótta | Opna lýsingu Loka | |
---|---|---|---|---|
60. mín. Leik lokið Leik lokið með 28:23 sigri Gróttu sem er þar af leiðandi Íslandsmeistari. | ||||
Augnablik — sæki gögn... |