Sandra Erlingsdóttir hefur skrifað undir samning við handknattleiksdeild ÍBV um að leika með liðinu næstu tvö árin. Hún kemur til liðsins frá Füsche Berlin í Þýskalandi. ÍBV lýsir yfir mikilli ánægju með komu Söndru.
„Þetta eru frábærar fréttir enda hefur Sandra verið einn efnilegasti leikmaður landsins og leikið með unglingalandsliðum Íslands. Sandra spilaði í efstu deild með kvennaliði Berlínar í vetur og kemur til með að spila bæði með meistaraflokk og unglingaflokk hjá ÍBV,” segir í tilkynningu frá ÍBV.
Sandra verður átján ára í sumar en hún er dóttir Erlings Richardsonar, þjálfara karlaliðs Füsche Berlin, og Vigdísar Sigurðardóttur sem bæði voru frábærir leikmenn og Erlingur hefur sömuleiðis náð mjög góðum árangri sem þjálfari.