„Við viljum hafa boltann harðan“

Janus Daði Smárason lék frábærlega fyrir Íslandsmeistara Hauka í vetur og hlutverk hans stækkaði enn frekar í úrslitarimmunni þegar Tjörva Þorgeirssonar naut ekki lengur við í sókninni. 

Haukar lentu 1:2 undir í rimmunni en fóru ekki á taugum heldur unnu tvo leiki í röð og þar með úrslitarimmuna 3:2 og Íslandsmeistaratitilinn. 

„Við töpuðum held ég aldrei tveimur leikjum í röð í vetur og við höfðum því ekki stórar áhyggjur,“ sagði Janus en tók þó fram að sigrarnir hafi ekki verið auðveldir. 

Nokkur umræða hefur verið um að fast hafi verið tekið á Janusi frá því úrslitakeppnin hófst en spurður út í þá umræðu gaf Janus ekki mikið fyrir slíkar vangaveltur. „Er þetta ekki bara boltinn Við viljum hafa hann harðan og viljum hafa „physic“ í þessu. Ég á það til að sækja mikið í „kontakt“ og þetta er partur af þessu,“ sagði Janus einnig við mbl.is en viðtalið við hann í heild sinni er að finna í meðfylgjandi myndskeiði. 

Janus Daði Smárason sækir að vörn Aftureldingar og Gunnar Malmquist …
Janus Daði Smárason sækir að vörn Aftureldingar og Gunnar Malmquist reynir að stöðva hann. mbl.is/Golli / Kjartan Þorbjörnsson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert