Fyrirliði Íslandsmeistara Hauka Matthías Árni Ingimarsson lýsti því yfir í fyrra að hann væri hættur en stóð ekki við það. Mbl.is spurði hann í kvöld hvað nú stæði til.
„Þá náði ég að hætta í mánuð. Ég hætti 2005 og hætti þá í fimm ár. Þetta verður lengra núna. Ætli þetta verði ekki til frambúðar,“ sagði Matthías meðal annars við mbl.is og telur að hann hafi spilað yfir 40 leiki í vetur, á tímabili þar sem hann ætlaði að vera hættur.
Viðtalið við Matthías er að finna í meðfylgjandi myndskeiði.