Ólafur til Stjörnunnar

Ólafur Gústafsson hefur ákveðið að ganga til liðs við Stjörnuna, …
Ólafur Gústafsson hefur ákveðið að ganga til liðs við Stjörnuna, samkvæmt heimildum mbl.is. mbl.is/Eva Björk Ægisdóttir

Ólafur Gústafsson leikur með handknattleiksliði Stjörnunnar í Olís-deild karla í handknattleik á næstu leiktíð. Þetta hefur mbl.is samkvæmt heimildum og að Ólafur hafi skrifað undir samning við Stjörnuna í dag.

Ólafur, sem er 27 ára gamall og uppalinn FH-ingur, hefur undanfarin fjögur ár leikið í Evrópu, fyrst með Flensburg í tvö en síðustu tvö árin verið í herbúðum Aalborg Håndbold. Samningur hans við danska liðið rann út í vor við lok leiktíðar. Meiðsli í hnjám hafa plagað Ólaf síðustu tvö árin en hann mun hafa jafnað sig er tilbúinn í átökin í Olís-deildinni á næsta keppnistímabili.

Ólafur var um skeið viðloðandi íslenska landsliðið, á að baki 22 A-landsleiki sem hann hefur skoraði í 43 mörk. M.a. tók Ólafur þátt í heimsmeistaramótinu á Spáni 2013 með íslenska landsliðinu.

Ólafur er að minnsta kosti fjórði leikmaðurinn sem nýliðar Stjörnunnar hafa krækt í á síðustu vikum. Meðal annarra eru Garðar Benedikt Sigurjónsson, Stefán Darri Þórsson og Sveinbjörn Pétursson, markvörður.

Viðbót k. 18.50: 

Einar Jónsson, þjálfari Stjörnunnar, hafði samband við mbl.is og sagði samninga við Ólaf ekki vera í höfn, en að viðræður hafi átt sér stað.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert