Emma til Íslandsmeistaranna

Kristín Þórðardóttir, varaformaður handknattleiksdeildar Gróttu, t.v. ásamt Emmu Havin Sardarsdóttur, …
Kristín Þórðardóttir, varaformaður handknattleiksdeildar Gróttu, t.v. ásamt Emmu Havin Sardarsdóttur, nýjum leikmanni Íslandsmeistara Gróttu. Ljósmynd/Grótta

Hornamaðurinn Emma Havin Sardarsdóttir hefur skrifað undir samning um að leika með Íslandsmeisturum Gróttu í handknattleik kvenna næstu tvö keppnistímabil. Emma er 26 ára gömul og er uppalinn Akureyringur en hefur undanfarin ár leikið með HK. Á sínum  yngri árum átti Emma fast sæti í landsliðum HSÍ.

Á síðasta keppnistímabili skoraði hún 89 mörk í 22 leikjum í Olísdeild kvenna.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert