Guðmundur Helgi Pálsson hefur verið ráðinn þjálfari karlaliðs Fram í handknattleik en Reynir Þór Reynisson, sem ráðinn var þjálfari liðsins í sumar, ákvað að segja starfi sínu lausu. Hann var fenginn til að taka við starfi Guðlaugs Arnarsonar sem er tekinn við þjálfun karlaliðs Vals.
Guðmundur Helgi lék með Fram á árunum 1995 til 2002. Hann lagði skóna á hilluna árið 2002 og hefur síðan komið að þjálfun hjá ÍR og HK.
„Það er mikið fagnaðarefni að fá Guðmund Helga aftur til okkar í Safamýrina og bindum við miklar vonir við hans starf á næstu árum,“ segir á vef Framara.