Merkilegur sess

Guðmundur Guðmundsson
Guðmundur Guðmundsson AFP

Guðmundi Guðmundssyni hefur tekist að skapa sér merkilegan sess í handboltasögu Ólympíuleikanna. Hann er fyrsti handboltaþjálfarinn sem fer með lið frá tveimur þjóðum alla leið í úrslitaleiki á Ólympíuleikum.

Á þetta benti Rúnar Birgir Gíslason, stjórnmaður í Körfuboltasambandi Íslands, á Twitter. Eins og frægt er orðið gerði Guðmundur Dani að ólympíumeisturum karla á sunnudaginn og fyrir átta árum hafnaði Ísland í 2. sæti í Peking undir hans stjórn.

Svo virðist sem enginn þjálfari hafi heldur náð þessu í körfuboltakeppni Ólympíuleikanna. Fyrst var keppt í handbolta hjá körlum á leikunum í München 1972 en hjá konum í Montreal 1976. Handbolti var reyndar sýningargrein á leikunum í Berlín 1936. Körfubolti hefur verið grein á Ólympíuleikum hjá körlunum síðan 1936 en hjá konum síðan 1976.

Guðmundur er auk þess í fámennum hópi þjálfara sem náð hafa bæði 1. og 2. sæti á Ólympíuleikunum. Kollegi hans Claude Onesta, þjálfari Frakka, er í svipaðri stöðu eftir að hafa tapað fyrir Dönum á sunnudaginn. Þá hafnaði hann í 2. sæti en hafði áður hafnað í 1. sæti bæði í Peking og aftur í London 2012, einnig sem þjálfari karlaliðs Frakka. Hlutskipti Guðmundar og Onesta frá leikunum 2008 snerist við á sunnudaginn.

Anatoli Yevtushenko sem lengi þjálfaði karlalið Sovétríkjanna náði einnig bæði 1. og 2. sæti á Ólympíuleikum. Undir hans stjórn sigruðu Sovétmenn í Montreal og aftur í Seoul 1988 og urðu í öðru sæti á heimavelli árið 1980.

Ferill Guðmundar á Ólympíuleikum er orðinn býsna viðburðaríkur því sjálfur var hann á sínum tíma snjall hornamaður eins og margir muna. Lék hann fyrir Íslands hönd í Los Angeles 1984 og aftur í Seoul en Ísland hafnaði í 6. og 8. sæti á þessum leikum. Hann fór sem þjálfari með Ísland á leikana í Aþenu 2004, Peking og London. Og nú með Dani til Ríó.

Guðmundur Þórður Guðmundsson skráði nafn sitt á fleiri en eitt …
Guðmundur Þórður Guðmundsson skráði nafn sitt á fleiri en eitt af spjöldum sögunnar þegar hann leiddi Dana til sigurs í handknattleikskeppni Ólympíuleikanna í Ríó. AFP
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert