Kári í geislameðferð

Handknattleiksmaðurinn Kári Kristján Kristjánsson.
Handknattleiksmaðurinn Kári Kristján Kristjánsson. Ljósmydn/Foto Olimpik

Þegar Kári Kristján Kristjánsson, landsliðsmaður í handbolta, mætir til leiks með ÍBV gegn Haukum á laugardag þarf hann ekki bara að glíma við hina sterku vörn Íslandsmeistaranna í fyrstu umferð Olís-deildarinnar. Í baki Kára er nefnilega góðkynja æxli sem hann hefur síðustu mánuði reynt að vinna bug á, og er Kári kominn á fjórðu viku af sex í geislameðferð.

Þetta er sama æxli og hélt Kára frá keppni um tíma árið 2014, en það var árið 2012 sem hann greindist fyrst með æxli í baki, sem var fjarlægt.

„Eftir að hafa fengið æxli aftur 2014 voru úrræðin þau að fylgjast með þessu, því vonin var sú að þetta myndi hætta á einhverjum tímapunkti að vaxa og leysast upp inni í líkamanum. En þetta var svo búið að vera að stækka aðeins í hverri skoðun, og farið að ýta á nærliggjandi líffæri með tilheyrandi óþægindum,“ sagði Kári um aðdraganda þess að ákveðið var að hann færi í geislameðferð. Áður hafði hann reynt lyfjameðferð sem hófst áður en síðustu leiktíð í Olís-deildinni lauk:

„Ég hætti í henni í júní eftir að hún hafði engin áhrif. Þá var næst í stöðunni að fara í geislameðferð sem ég er nú hálfnaður með. Það verður einhver árangur af þessu, tvímælalaust, en hversu góður verður bara að koma í ljós með tímanum. Ég verð með geislana í mér, geislavirkur, í einhverja tvo mánuði eftir meðferðina. Ég verð eins og einn af The Avengers,“ sagði Kári og hló, laufléttur í bragði að vanda. Hann segir það ekki hafa verið neitt áfall að þurfa að fara í geislameðferð.

Nánar er rætt við Kára Kristján í íþróttablaði Morgunblaðsins sem kom út í morgun. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert