Allt tip-top í Eyjum

Sigurbergur Sveinsson fylgist hér með Agnari Smára Jónssyni hjá ÍBV …
Sigurbergur Sveinsson fylgist hér með Agnari Smára Jónssyni hjá ÍBV í baráttunni í leik liðsins gegn Haukum í dag. Ljósmynd/Sigfús Gunnar

Eyjamenn unnu Hauka með sex mörkum í dag 34:28, í liði ÍBV voru tvö ný andlit þar sem Róbert Aron Hostert var kominn aftur „heim“ og Sigurbergur Sveinsson gekk einnig til liðsins. Við spjölluðum við Sigurberg eftir þennan fyrsta alvöru leik með ÍBV.

„Fyrirfram var þetta 50/50 leikur, ég er mjög ánægður með sigurinn, við spiluðum vel og þetta var jákvætt,“ sagði Sigurbergur en hann virtist finna sig vel í nýja liðinu.

„Mér fannst sóknin í fyrri hálfleik mjög góð, það hélt áfram að hluta í seinni hálfleik. Vörnin kom seinni partinn í fyrri hálfleik og hélt ágætlega. Við fáum samt mikið af mörkum á okkur en þegar uppi er staðið þá erum við að spila á móti frábæru liði og er ég ánægður með sigurinn.“

„Ég finn mig mjög vel hérna í Eyjum, það er allt tip-top hérna, mér líst mjög vel á þetta. Það var ýmislegt í gangi í sumar, en þegar uppi er staðið þá er þetta ný áskorun og fyrst ég var að koma heim var þetta spennandi. Ég ákvað að koma hingað og sé ekki eftir því núna, mér líður vel hérna.“

Það skemmir ekki fyrir að skora nokkur mörk í fyrsta leiknum á móti gamla félaginu en Sigurbergur gerði átt slík í dag. „Nei, nákvæmlega. Þetta gekk vel í dag og það var gríðarlega sætt að vinna mína gömlu félaga.“

Róbert Aron Hostert sem gekk líkt og Sigurbergur Sveinsson til …
Róbert Aron Hostert sem gekk líkt og Sigurbergur Sveinsson til liðs við ÍBV í sumar skorar hér eitt marka sinna í leiknum gegn Haukum í dag. Ljósmynd/Sigfús Gunnar
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert