„Við erum með stóran og góða hóp og þrátt fyrir breytingar þá förum við alls óhræddar inn í mótið,“ sagði Laufey Ásta Guðmundsdóttir, fyrirliði Gróttu sem hefur orðið Íslandsmeistari tvö síðustu árin. „Ef marka má spána góðu þá er ekki vænst miklum árangri af Gróttuliðinu en við sem skipum liðið gerum talsverðar væntingar til okkar.
Við vitum hinsvegar að við verðum að hafa fyrir hlutunum. Deildinni hefur verið skipt upp og þar með reiknar maður með fleiri jafnari leikjum og þá deildarkeppni um leið sem væntanlega skemmtir áhorfendum meira. Spennustigið hjá okkur verður kannski hærra fyrir vikið en við tökumst á við það,“ sagði Laufey Ásta.
Nokkrar breytingar hafa orðið á Gróttuliðinu þar sem m.a. Íris Björk Símonardóttir og Anna Úrsúla Guðmundsdóttir eru hættar eða hið minnsta komnar í frí frá boltanum um lengri eða skemmri tíma. Þá lagði Anett Köbli skóna á hilluna. Leikmenn hafa einnig bæst í hópinn en víst er að Gróttu-liðið verður nokkuð breytt frá síðasta keppnistímabili þar sem það hafnaði í öðru sæti í deildinni en vann síðan Íslandsmeistaratitilinn eftir skemmtilega úrslitakeppni.
„Maður kemur í manns stað. Nú verða yngri leikmenn að sýna hvað í þeim býr. Í leiknum í Meistarakeppninni á dögunum þá unnum við Stjörnuna, sem spáð er Íslandsmeistaratitlinum. Með því sýndum við fram á að við erum til alls líklegar þrátt fyrir breytingar á leikmannahópnum. Við erum bjartsýnar og tilbúnar í slaginn í deildinni,“ sagði Laufey Ásta Guðmundsdóttir, fyrirliði Gróttu.
Íslandsmeistararnir sækja ÍBV heim í fyrstu umferð Olís-deildar kvenna. Flautað verður til leiks í íþróttamiðstöðinni í Vestmannaeyjum klukkan 13.30 í dag.
Lið Gróttu leiktíðina 2016-2017 í Olís-deild kvenna:
Selma Þóra Jóhannsdóttir, markvörður
Soffía Steingrímsdóttir, markvörður
Stefanía Helga Sigurðardóttir, markvörður
Anna Katrín Stefánsdóttir, vinstra horn
Arndís María Erlingsdóttir, vinstra horn
Guðný Hjaltadóttir, vinstra horn
Helga Guðrún Sigurðardóttir, vinstra horn
Unnar Ómarsdóttir, vinstra horn, miðjumaður
Lovísa Thompson, vinstri skytta, miðjumaður
Andrea María Eiríksdóttir, miðjumaður
Eva Kolbrún Kolbeins, miðjumaður
Sunna María Einarsdóttir, miðjumaður, skytta vinstra og hægra megin
Laufey Ásta Guðmundsdóttir, hægri og vinstri skytta
Emma Havin Sardarsdóttir, hægra horn
Tinna Valgerður Gísladóttir, hægra horn
Þórey Anna Ásgeirsdóttir, hægra horn, hægri skytta
Þórunn Friðriksdóttir, hægra horn, hægri skytta
Edda Þórunn Þórarinsdóttir, línumaður
Hanna Rakel Bjarnadóttir, línumaður
Margrét Kara Jónsdóttir, vinstri skytta, línumaður
Þjálfari: Kári Garðarsson
Komnar frá síðasta keppnistímabili:
Emma Havin Sardardóttir frá HK
Guðný Hjaltadóttir tók fram skóna á nýjan leik
Farnar eftir síðasta keppnistímabil:
Anett Köbli, er hætt
Anna Úrsúla Guðmundsdóttir er komin í frí
Eva Björk Davíðsdóttir, til Sola í Noregi
Eva Margrét Kristinsdóttir er hætt
Íris Björk Símonardóttir er komin í frí