ÍBV vann Hauka á sannfærandi hátt

Eyjamenn sigruðu Hauka með sex marka mun í dag, 34:28, í Vestmannaeyjum en þetta var fyrsti leikur liðanna í Olís-deild karla í handknattleik. Margir höfðu beðið eftir þessum leik þar sem þetta eru risarnir sem munu berjast um titlana í vetur og vor. 

Mikið jafnræði var á með liðunum í upphafi en ÍBV alltaf skrefinu á undan, eftir níu mínútna leik dró til tíðinda. Sindri Haraldsson fékk að líta rautt spjald eftir brot á Hákoni Daða Styrmissyni. 

Guðmundur Árni Ólafsson, sem átti frábæran leik, skoraði úr vítinu og jafnaði metin fyrir gestina. Eftir þetta stungu Eyjamenn af, þeir sýndu allar sínar bestu hliðar og voru fimm mörkum yfir í hálfleik. Guðmundur Árni skoraði sex mörk og nýtti sín færi mjög vel. 

Sigurbergur Sveinsson og Róbert Aron Hostert fóru mikinn bæði sóknar- og varnarlega í leiknum, en þeir eru einu nýju leikmennirnir sem ÍBV fékk inn fyrir tímabilið. Sigurbergur skoraði átta mörk í liði ÍBV en markahæstur var Theodór Sigurbjörnsson með níu mörk. 

Haukar bjuggu til leik í síðari hálfleik þar sem þeir söxuðu á forskot ÍBV, kraftur ÍBV var þó einfaldlega of mikill í lokin þar sem þeir spiluðu ótrúlegan handknattleik. Undir lokin kom algjörlega ömurlegur kafli hjá Haukunum sem gáfu ÍBV nokkur mörk í röð. 

Ekki skal gleyma því að Janus Daði Smárason fór meiddur af velli undir lok fyrri hálfleiks og gat ekki spilað meira, Haukar náðu aldrei að jafna sig af því. Hann er þessu liði ótrúlega mikilvægur. 

Markverðir liðanna áttu góða leiki en Giedrius var sá eini í Haukaliðinu fyrir ofan frostmark á köflum. Hann varði 21 skot, flest í seinni. Kolbeinn Aron Arnarsson spilaði vel og varði 15 skot, þar af eitt vítakast. 

Lokatölur eins og áður segir 34:28 en þetta verða líklegast þau lið sem munu berjast um titlana í vetur, ótrúlega vel mönnuð lið. 

Theódór Sigurbjörnsson úr ÍBV sækir að marki Hauka í leiknum …
Theódór Sigurbjörnsson úr ÍBV sækir að marki Hauka í leiknum í dag. Ljósmynd/Sigfús Gunnar
Hákon Daði Styrmisson, Eyjamaðurinn í Haukaliðinu, í dauðafæri í leiknum …
Hákon Daði Styrmisson, Eyjamaðurinn í Haukaliðinu, í dauðafæri í leiknum í dag. Ljósmynd/Sigfús Gunnar
ÍBV 34:28 Haukar opna loka
60. mín. Giedrius Morkunas (Haukar) varði skot Ver frá Degi.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert