Markvarslan skildi liðin að

Sverre Jakobsson, þjálfari Akureyrar.
Sverre Jakobsson, þjálfari Akureyrar. mbl.is/Eva Björk Ægisdóttir

„Jafntefli hefði verið sanngjörn úrslit þessum leik sem var jafn nánast frá upphafi og þangað til á síðustu mínútunum,“ sagði Sverre Andreas Jakobsson, þjálfari Akureyrar, eftir þriggja marka tap fyrir Stjörnunni í Olís-deild karla í TM-höllinni í Garðabæ í dag.

„Undir lokin þá munaði svo litlu, stöngin inn, stöngin út. Stjarnan fékk markvörslu en við ekki og það skildi liðin að á lokakafla leiksins. Heilt yfir var markvarslan betri hjá Stjörnunni. Okkar markverðir voru með fjögur eða fimm skot. Það er alls ekki nógu gott. En það var góður karakter í hópnum en við höfum enn verk að vinna,“ sagði Sverre Andreas Jakobsson, þjálfari Akureyrar, í stuttu spjalli við mbl.is eftir leikinn í TM-höllinni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert