Meistararnir steinlágu í Eyjum

Sandra Erlingsdóttir úr ÍBV brýst framhjá Unni Ómarsdóttur úr Gróttu …
Sandra Erlingsdóttir úr ÍBV brýst framhjá Unni Ómarsdóttur úr Gróttu í leiknum í dag. Ljósmynd/Sigfús Gunnar

ÍBV sigraði Íslandsmeistara Gróttu með níu marka mun í dag, 34:25 í fyrstu umferð Olís-deildar kvenna í handknattleik. ÍBV tók forystuna í leiknum mjög snemma og héldu henni út leikinn. 

ÍBV nýtti sér sjöunda manninn í sókninni frá upphafi og hafa greinilega æft það vel fyrir mót. Grótta náði á köflum að leysa sókn ÍBV mjög vel en nýting þeirra eftir að hafa unnið boltann var ömurleg. 

Í fjölmörg skipti náðu þær boltanum af sókn ÍBV en köstuðu yfir völlinn og framhjá eða í hendur markmanns ÍBV sem kom hlaupandi inná. 

Í hálfleik var staðan 15:11 og höfðu Gróttukonur aldrei áhuga á því að taka þátt í seinni hálfleiknum. 

Ester Óskarsdóttir var atkvæðamest hjá ÍBV með 12 mörk en markverðir liðsins vörðu 17 skot. Hjá Gróttu skoraði Lovísa Thompson mest, eða sjö mörk. Selma Þóra Jóhannsdóttir varði 10 skot í markinu. 

Sandra Erlingsdóttir átti frábæran leik í sókn ÍBV þar sem hún átti ótal stoðsendingar. 

ÍBV 34:25 Grótta opna loka
60. mín. Ester Óskarsdóttir (ÍBV) fiskar víti
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert