Stórleikur Díönu dugði ekki til

Embla Jónsdóttir skoraði fjögur mörk fyrir FH gegn Víkingi í …
Embla Jónsdóttir skoraði fjögur mörk fyrir FH gegn Víkingi í dag. Ljósmynd/facebook

Keppni hófst í 1. deild kvenna í handknattleik með þremur leikjum í dag. ÍR fór með 29:26 sigur af hólmi gegn Fjölni í Grafarvogi. FH vann öruggan 25:19 sigur á  Víkingi í Kaplakrika. HK lagði síðan KA/Þór að velli 28:24 í Digranesi.

Díana Kristín Sigmarsdóttir skoraði 15 mörk fyrir Fjölni en það nægði þó ekki til að tryggja liðinu stig í leiknum við ÍR.

Fyrstu umferð deildarinnar lýkur annað kvöld þegar B-lið Vals tekur á móti Aftureldingu á Hlíðarenda.

Mörk Fjölnis: Díana Kristín Sigmarsdóttir 15, Andrea Jacobsen 6, Berglind Benediktsdóttir 1, Díana Ágústsdóttir 1, Guðrún Jenný Sigurðardóttir 1, Ingibjörg B Jóhannesdóttir 1, Andrea Björk Harðardóttir 1.
Mörk ÍR: Sólveig Lára Kristjánsdóttir 11, Silja Ísberg 6, Karen Tinna Demian 5, Sigrún Ása Ásgrímsdóttir 3, Karen Ósk Kolbeinsdóttir 3, Auður Margrét Pálsdóttir 1.

Mörk FH: Fanney Þóra Þórsdóttir 11, Hildur Marín Andrésdóttir 4, Embla Jónsdóttir 4, Arndís Sara Þórsdóttir 3, Diljá Sigurðardóttir 1, Hafdís Inga Hinriksdóttir 1, Laufey Lára Höskuldsdóttir 1.
Mörk Víkings: Sigríður Rakel Ólafsdóttir 7, Alina Molkova 7, Steinunn Birta Haraldsdóttir 2, Helga Guðmundsdóttir 2, Helga Birna Brynjólfsdóttir 1.

Mörk HK: Sigríður Hauksdóttir 9, Þórhildur Braga Þórðardóttir 7, Sóley Ívarsdóttir 4, Rakel Sigurðardóttir 3, Hulda Bryndís Tryggvadóttir 3, Berglind Þorsteinsdóttir 2,
Mörk KA/Þór: Martha Hermasdóttir 9, Ásdís Guðmundsdóttir 5, Steinunn Guðjónsdóttir 3, Katrín Vilhjálmsdóttir 3, Aldís Heimisdóttir 2, Ólöf Hlynsdóttir 1, Kara Rún Árnadóttir 1.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert