Bjarki Már Elísson tryggði Füchse Berlin annað stigið þegar Gummersbach og Füchse Berlin skildu jöfn, 26:26, í þýsku 1. deildinni í handknattleik í dag en Erlingur Richardsson er þjálfari Berlínarliðsins.
Bjarki Már jafnaði metin úr vítakasti þegar 12 sekúndur voru til leiksloka en hann skoraði 6 mörk í leiknum og þar af komu þrjú af vítalínunni.
Füchse Berlin er í fjórða sæti deildarinnar með 26 stig, Rhein-Neckar Löwen er með 24 og Flensburg og Kiel eru í toppsætunum með 26 stig.