Missti móður sína degi fyrir mótið

Þórir Hergeirsson ásamt leikmönnum og aðstoðarfólki sínu eftir sigurinn á …
Þórir Hergeirsson ásamt leikmönnum og aðstoðarfólki sínu eftir sigurinn á Hollandi í úrslitaleik EM í gær. AFP

Þórir Her­geirs­son stýrði Nor­egi til Evr­ópu­meist­ara­titils í þriðja sinn í gær, þegar EM kvenna í hand­bolta lauk í Svíþjóð. Degi fyr­ir mótið bár­ust Þóri sorg­ar­frétt­ir.

Móðir Þóris lést rétt áður en mótið hófst og held­ur hann heim til Íslands á morg­un til að vera viðstadd­ur jarðarför henn­ar. Fjöl­miðlafull­trúi norska liðsins lét fjöl­miðla vita af þessu fyrr á mót­inu, en að það væri einka­mál Þóris. Sel­fyss­ing­ur­inn tjáði sig hins veg­ar um málið eft­ir að hafa tekið við gull­verðlaun­un­um í gær.

„Móðir mín hefði ekki viljað að það yrði gert neitt mál úr þessu, svo það var af virðingu við hana. Núna held ég heim­leiðis vegna jarðarfar­ar­inn­ar. Það er næst á dag­skrá,“ sagði Þórir við VG. Hann var spurður hvernig hon­um hefði gengið að sinna sínu starfi eft­ir að hafa fengið þess­ar fregn­ir:

„Það hef­ur gengið vel. Ég er með gott fólk í kring­um mig og móðir mín hafði verið veik lengi. Það er því gott að hún sé nú lögð til hinstu hvíld­ar,“ sagði Þórir, sem kveðst ekki hafa viljað stökkva frá Evr­ópu­mót­inu:

„Nei, það kom ekki til greina. Ég hafði und­ir­búið þetta mót lengi. Ég hef fengið full­an stuðning frá öllu mínu fólki á Íslandi og hér á mót­inu,“ sagði Þórir.

mbl.is

Handbolti

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Ísland 4 4 0 0 129:97 32 8
2 Georgía 4 2 0 2 101:103 -2 4
3 Bosnía 4 1 0 3 95:104 -9 2
4 Grikkland 4 1 0 3 95:116 -21 2
16.03 Bosnía 20:22 Georgía
15.03 Ísland 33:21 Grikkland
13.03 Georgía 28:26 Bosnía
12.03 Grikkland 25:34 Ísland
10.11 Bosnía 23:22 Grikkland
10.11 Georgía 25:30 Ísland
06.11 Ísland 32:26 Bosnía
06.11 Grikkland 27:26 Georgía
07.05 18:00 Bosnía : Ísland
08.05 13:00 Georgía : Grikkland
11.05 16:00 Grikkland : Bosnía
11.05 16:00 Ísland : Georgía
urslit.net
Fleira áhugavert

Handbolti

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Ísland 4 4 0 0 129:97 32 8
2 Georgía 4 2 0 2 101:103 -2 4
3 Bosnía 4 1 0 3 95:104 -9 2
4 Grikkland 4 1 0 3 95:116 -21 2
16.03 Bosnía 20:22 Georgía
15.03 Ísland 33:21 Grikkland
13.03 Georgía 28:26 Bosnía
12.03 Grikkland 25:34 Ísland
10.11 Bosnía 23:22 Grikkland
10.11 Georgía 25:30 Ísland
06.11 Ísland 32:26 Bosnía
06.11 Grikkland 27:26 Georgía
07.05 18:00 Bosnía : Ísland
08.05 13:00 Georgía : Grikkland
11.05 16:00 Grikkland : Bosnía
11.05 16:00 Ísland : Georgía
urslit.net
Fleira áhugavert