KA slítur samstarfi við Þór

Lið Þórs/KA í knattspyrnunni hefur verið í fremstu röð undanfarin …
Lið Þórs/KA í knattspyrnunni hefur verið í fremstu röð undanfarin ár og varð Íslandsmeistari 2012. mbl.is/Skapti Hallgrímsson

KA hefur ákveðið að endurnýja ekki samninga við Þór um sameiginlega meistaraflokka kvenna í handknattleik og knattspyrnu sem hafa verið í gildi frá árinu 2001.

Aðalstjórn KA samþykkti þetta á fundi sínum í gær og yfirlýsing var birt fyrir stundu á vef félagsins.

Þar kemur fram að óbreytt fyrirkomulag verði í knattspyrnunni á komandi tímabili, 2017, og Akureyrarfélögin verði áfram með sameiginleg keppnislið í meistaraflokki og 2. flokki kvenna á komandi Íslandsmóti. Frá og með næsta hausti muni KA hefja rekstur 2. flokks og meistaraflokks kvenna og tefla fram liðum í báðum flokkum árið 2018.

Í handboltanum verður yfirstandandi tímabili lokið þar sem kvennalið KA/Þórs spilar í 1. deild, en frá og með tímabilinu 2017-2018 hyggst KA tefla fram handknattleiksliðum kvenna undir merkjum félagsins.

Yfirlýsing KA í heild sinni.

Martha Hermannsdóttir í leik með KA/Þór í handboltanum.
Martha Hermannsdóttir í leik með KA/Þór í handboltanum. Ljósmynd/Þórir Tryggvason
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert