Róbert Sigurðsson leikmaður Akureyrar var í dag úrskurðaður í eins leiks bann á fundi aganefndar HSÍ.
Róbert fékk útilokun án skýrslu í leik Gróttu og Akureyrar um síðustu helgi. Um var að ræða þriðju útilokun hans án skýrslu á keppnistímabilinu. Í samræmi við 11. gr. reglugerðar um agamál er leikmaðurinn úrskurðaður í eins leiks bann.
Róbert tekur leikbannið út gegn Aftureldingu í næstu viku.