Gunnar Magnússon, þjálfari Hauka var vissulega mjög svekkur eftir 29:28 tap í framlengdum undanúrslitaleik gegn Aftureldingu í Coca Cola-bikar karla í handbolta í kvöld.
Haukar voru sjö mörkum yfir í hálfleik en með stórkostlegri frammistöðu tókst Aftureldingu að koma til baka og vinna í framlengdum leik.
„Ég er svekktur með fyrstu tíu í seinni hálfleik, þá missum við agann og þeir keyra á okkur. Við erum mikið einum færri og hleypum þeim auðveldlega inn í leikinn. Þar liggur þetta stærstum hluta til, við þurftum að halda aganum betur í seinni hálfleik. Í lokin fellur þetta þeirra megin þar sem þeir skora mikið þegar höndin er uppi, þetta var erfið brekka."
„Við vissum að þetta væri ekki búið. Reynslan í liðinu á að vera meira en það að halda ekki haus fyrstu tíu í seinni."
Hvað vantaði hjá Haukum í seinni hálfleik?
„Mér fannst við detta mikið niður í sókninni í seinni hálfleik. Við réðum illa við vörnina þeirra og því fór sem fór," sagði Gunnar.