Valur varð í dag bikarmeistari í handbolta karla annað árið í röð og í tíunda skipti í sögu félagsins eftir 26:22-sigur sinn gegn Aftureldingu. Kristinn Magnússon, ljósmyndari mbl.is, var á svæðinu og náði að fanga sigurvímu Valsmanna í myndasyrpu sem sjá má hér fyrir neðan:
Orri Freyr Gíslason og Anton Rúnarsson, leikmenn Vals, taka á móti bikarnum úr hendi Guðna Th. Jóhannessonar.
mbl.is/Kristinn Magnússon
Leikmenn Vals fagna sigri sínum gegn Aftureldingu og bikarmeistaratitli sínum.
mbl.is/Kristinn Magnússon
Anton Rúnarsson, Ólafur Ægir Ólafsson og Vignir Stefánsson, leikmenn Vals, fagna bikarmeistaratitlinum.
mbl.is/Kristinn Magnússon
Anton Rúnarsson og Orri Freyr Gíslason, leikmenn Vals, fagna bikarmeistaratitlinum.
mbl.is/Kristinn Magnússon
Leikmenn Vals stíga trylltan dans til þess að fagna bikarmeistaratitli sínum.
mbl.is/Kristinn Magnússon
Leikmenn Vals fagna bikarmeistaratitlinum með stuðningsmönnum sínum.
mbl.is/Kristinn Magnússon
Anton Rúnarsson, leikmaður Vals, fagnar bikarmeistaratitlinum vel og innilega.
mbl.is/Kristinn Magnússon
Bikarinn í höndum Antons Rúnarssonar og Orra Freys Gíslasonar, leikmanna Vals.
mbl.is/Kristinn Magnússon