„Ég tók rétta ákvörðun“

Hafdís Renötudóttur fagnað eftir sigurinn.
Hafdís Renötudóttur fagnað eftir sigurinn. mbl.is/Kristinn Magnússon

„Mér leið vel í markinu og þetta var sjúklega skemmtilegur leikur. Mér fannst mjög gaman að spila hann og auðvitað sérstaklega gaman að vinna,“ sagði Hafdís Renötudóttir, markvörður Stjörnunnar, þegar Morgunblaðið tók hana tali að loknum bikarúrslitaleiknum á laugardaginn. Hafdís varði mark Stjörnunnar allan leiktímann og varði 16 skot.

Hafdísi gekk vel að eiga við skyttur Fram-liðsins, þær Hildi Þorgeirsdóttur og Ragnheiði Júlíusdóttur. „Já ég hef stúderað þær leik eftir leik og mér fannst ég vera með þær í vasanum þótt það sé alltaf erfitt að verjast Ragnheiði.“

Hafdís er uppalin í Fram en hafði félagaskipti yfir í Stjörnuna síðasta sumar. Spurð hvort því hafi fylgt blendnar tilfinningar að mæta uppeldisfélaginu í bikarúrslitum sagði Hafdís svo ekki vera.

„Nei nei, ég er Stjörnukona í dag. Þetta er í fyrsta skipti sem við vinnum Fram í vetur og það kom á háréttum tíma. Ég tók rétta ákvörðun,“ sagði Hafdís.

Sjá allt um úrslitaleikina í bikarkeppninni í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert