Hafdís valin í landsliðið

Hafdís Renötudóttir, gulklædd, er eini nýliðinn í íslenska landsliðinu.
Hafdís Renötudóttir, gulklædd, er eini nýliðinn í íslenska landsliðinu. mbl.is/Kristinn Magnússon

Axel Stefánsson þjálfari kvennalandsliðsins í handknattleik hefur valið 16 leikmenn til að taka þátt í tveimur vináttuleikjum gegn Hollendingum sem fram fara ytra síðar í þessum mánuði.

Einn nýliði er í hópnum en það er Hafdís Renötudóttur markvörður úr Stjörnunni sem átti stórleik í bikarúrslitaleiknum gegn Fram um síðustu helgi þar sem Stjarnan fagnaði sigri.

Hópurinn lítur þannig út, landsleikir í sviga:

Markverðir:
Elín Jóna Þorsteinsdóttir, Haukum (8)
Hafdís Renötudóttir, Stjörnunni (0) 

Aðrir leikmenn:
Arna Sif Pálsdóttir, Nice (126)                
Birna Berg Haraldsdóttir, Glassværket (41)     
Helena Rut Örvarsdóttir, Stjörnunni (9)     
Hildigunnur Einarsdóttir, Leipzig (70)        
Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir, Selfossi (20)
Karen Knútsdóttir, Nice (84)      
Ragnheiður Júlíusdóttir, Fram (7)       
Rakel Dögg Bragadóttir, Stjörnunni (100)    
Rut Jónsdóttir, Mitjylland (87)               
Steinunn Hansdóttir, Skanderborg (22)       
Steinunn Björnsdóttir, Fram (21)       
Thea Imani Sturludóttir, Fylkii (10)       
Þórey Rósa Stefánsdóttir, Vipers (76)
Unnur Ómarsdóttir, Gróttu (26)   

Leikirnir fara fram 17. og 18. mars.

Sunna Jónsdóttir glímir við meiðsli og Lovísa Thompson úr Gróttu er upptekin með U19 ára landsliðinu í undankeppni EM

Axel hefur valið eftirfarandi leikmenn til vara: Elena Birgisdóttir, Stjörnunni, Eva Björk Davíðsdóttir, Sola HK, Heiða Ingólfsdóttir, Stjörnunni, Sólveig Lára Kjærnested, Stjörnunni, Stefanía Theodórsdóttir Stjörnunni og Þórey Anna Ásgeirsdóttir, Gróttu.        
   

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert