Klappað og klárt hjá Stefáni

Stefán Rafn Sigurmannsson.
Stefán Rafn Sigurmannsson. mbl.is/Þórður Arnar Þórðarson

Stefán Rafn Sigurmannsson verður kynntur til sögunnar sem nýr leikmaður ungverska handknattleiksliðsins Pick Szeged á morgun, í síðasta lagi um helgina. Þetta hefur Morgunblaðið samkvæmt heimildum.

Samkomulag er í höfn á milli Aalborg Håndbold og Pick Szeged um kaup síðarnefnda liðsins á Stefáni frá Álaborgarliðinu. Stefán Rafn á enn tvö ár eftir af samningi sínum við Danina sem Ungverjarnir greiða upp.

Stefán Rafn flytur til Szeged í sumar. Borgin er sú þriðja fjölmennasta í Ungverjalandi með um 170 þúsund íbúa.

Sviinn Jonas Källman og Ungverjinn Bendegúz Bóka eru núverandi vinstri hornamenn Pick Szeged. Ekki hefur fengið staðfest hvor þeirra yfirgefi liðið eftir þessa leiktíð en vitað er að samningur Källmans rennur út um mitt þetta ár. Bóka er 23 ára gamall og kom til liðsins í fyrra.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert