Í landslið á mettíma

Perla Ruth Albertsdóttir segist hafa tekið miklum framförum í vetur.
Perla Ruth Albertsdóttir segist hafa tekið miklum framförum í vetur. mbl.is/Golli

Hand­bolta­fer­ill hinn­ar 20 ára gömlu Perlu Rut­h­ar Al­berts­dótt­ur er nokkuð sér­stak­ur. Aðeins rétt rúm þrjú ár eru síðan hún byrjaði að æfa hand­bolta, fyr­ir áeggj­an kær­asta síns og systra hans, og síðan þá hef­ur hún orðið að lyk­il­manni í liði Sel­foss í Olís­deild­inni auk þess að vera boðuð á æf­ing­ar hjá U20-landsliðinu sem og A-landsliðinu, nú síðast í janú­ar.

„Ég fór í fram­halds­skóla á Sel­fossi og kynnt­ist þar kær­ast­an­um mín­um, Erni. Öll hans fjöl­skylda er í hand­bolta og syst­ur hans drógu mig með á æf­ingu,“ seg­ir Perla, sem alin er upp á Eyja­nesi í Húnaþingi vestra í stór­um systkina­hópi. Örn Þrast­ar­son, kær­asti Perlu, er bróðir þeirra Hrafn­hild­ar Hönnu og Huldu Dís­ar sem leika með Perlu í Sel­fossliðinu.

„Ég var ekki viss með hand­bolt­ann fyrst. Ég þarf alltaf að ná hlut­un­um strax. En Örn fór bara með mig á æf­ing­ar á kvöld­in og lét mig læra þetta. Kasta bolt­an­um hundrað sinn­um í vegg og svona. Þetta varð svo alltaf skemmti­legra og skemmti­legra þegar það fór að ganga vel,“ seg­ir Perla, sem skoraði þrjú mörk fyr­ir Sel­foss þegar liðið vann góðan sig­ur á Val, 27:24, um helg­ina í 18. um­ferð Olís­deild­ar­inn­ar. Sig­ur­inn var mik­il­væg­ur fyr­ir Sel­fyss­inga í fallslagn­um sem þeir standa í.

„Við slökuðum ein­hvern veg­inn allt of mikið á í seinni hálfleik og hleypt­um þeim tveim­ur mörk­um fram úr okk­ur, en á síðustu 10-15 mín­út­un­um náðum við að jafna og skora síðustu þrjú mörk leiks­ins. Við spiluðum geðveika vörn á þess­um lokakafla,“ seg­ir Perla.

Nán­ar er rætt við Perlu í íþrótta­blaði Morg­un­blaðsins sem kom út í morg­un.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Handbolti

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Ísland 4 4 0 0 129:97 32 8
2 Georgía 4 2 0 2 101:103 -2 4
3 Bosnía 4 1 0 3 95:104 -9 2
4 Grikkland 4 1 0 3 95:116 -21 2
16.03 Bosnía 20:22 Georgía
15.03 Ísland 33:21 Grikkland
13.03 Georgía 28:26 Bosnía
12.03 Grikkland 25:34 Ísland
10.11 Bosnía 23:22 Grikkland
10.11 Georgía 25:30 Ísland
06.11 Ísland 32:26 Bosnía
06.11 Grikkland 27:26 Georgía
07.05 18:00 Bosnía : Ísland
08.05 13:00 Georgía : Grikkland
11.05 16:00 Grikkland : Bosnía
11.05 16:00 Ísland : Georgía
urslit.net
Fleira áhugavert

Handbolti

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Ísland 4 4 0 0 129:97 32 8
2 Georgía 4 2 0 2 101:103 -2 4
3 Bosnía 4 1 0 3 95:104 -9 2
4 Grikkland 4 1 0 3 95:116 -21 2
16.03 Bosnía 20:22 Georgía
15.03 Ísland 33:21 Grikkland
13.03 Georgía 28:26 Bosnía
12.03 Grikkland 25:34 Ísland
10.11 Bosnía 23:22 Grikkland
10.11 Georgía 25:30 Ísland
06.11 Ísland 32:26 Bosnía
06.11 Grikkland 27:26 Georgía
07.05 18:00 Bosnía : Ísland
08.05 13:00 Georgía : Grikkland
11.05 16:00 Grikkland : Bosnía
11.05 16:00 Ísland : Georgía
urslit.net
Fleira áhugavert