Íslenska U19 ára lið kvenna í handknattleik vann öruggan sigur gegn Litháen, 25:19, í fyrsta leik sínum í undankeppni Evrópumótsins í Carballo á Spáni í dag.
Ísland var einu marki yfir eftir fyrri hálfleikinn, 12:11, en í síðari hálfleik dró í sundur með liðinum og íslenska liðið fagnaði öruggum sigri.
Lovísa Thompson og Sandra Erlingsdóttir skoruðu 6 mörk hvor fyrir Íslendinga og Andrea Jacobsen skoraði 5.
Ísland mætir Spáni á morgun og þriðji og síðasti leikurinn verður á móti Rúmeníu á sunnudaginn.