Sætur sigur kom Fram af botninum

Arnar Birkir Hálfdánsson og Alexander Örn Júlíusson í leik Fram …
Arnar Birkir Hálfdánsson og Alexander Örn Júlíusson í leik Fram og Vals. mbl.is/Árni Sæberg

Framarar komu sér af botni Olís-deildar karla í handbolta með góðum sigri á Val í hörkuleik í Safamýri, 20:18, í 24. umferð af 27.

Valsmenn höfðu frumkvæðið nær allan fyrri hálfleik og framan af komust Framarar ekkert áfram gegn vörn þeirra. Með þremur mörkum í röð úr hraðaupphlaupum tókst Fram að jafna metin í 8:8 og heimamenn voru 12:11 yfir í hálfleik.

Fram var svo 1-2 mörkum yfir nær allan seinni hálfleik en spennan var mikil þar til að Arnar Birkir Hálfdánsson skoraði sitt sjöunda mark með góðu skoti á lokamínútunni, og gerði út um leikinn.

Valsmenn virkuðu mjög þreyttir, sérstaklega í lokin, og tókst til að mynda ekki að nýta sér tveggja mínútna brottvísun Fram skömmu fyrir leikslok.

Fram er nú með 18 stig í 9. sæti deildarinnar, stigi á eftir Stjörnunni. Valur er með 22 stig í 5. sæti.

Fram 20:18 Valur opna loka
60. mín. Valur tapar boltanum Boltinn dæmdur af Valsmönnum.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert