Yfirburðir Íslandsmeistaranna

Þórður Rafn Guðmundsson úr Haukum fer fram hjá Akureyringnum Friðriki …
Þórður Rafn Guðmundsson úr Haukum fer fram hjá Akureyringnum Friðriki Svavarssyni. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Haukar styrktu stöðu sína í toppsæti Olís-deildar karla í handknattleik með því að leggja Akureyri að velli 34:20 að Ásvöllum í dag. Staðan í hálfleik var 18:9 fyrir Hauka. Haukar hafa fjögurra stiga forystu á ÍBV og FH, sem eiga bæði leik til góða. Akureyringar eru áfram í botnsætinu þegar þrjár umferðir eru eftir af deildarkeppninni.

Leikurinn var í jafnvægi lengstum í fyrri hálfleik. Staðan var 11:9 fyrir Hauka þegar aðeins rúmlega sjö mínútur voru eftir af hálfleiknum en síðustu mínúturnar unnu Haukar 7:0 og fóru því með níu marka forskot til búningsherbergja.

Seinni hálfleikur var nánast formsatriði. Haukar hafa verið að missa niður yfirburðarstöðu undanfarið en það var aldrei að fara gerast í dag.

Markahæstur í liði Hauka var Adam Haukur Baumruk með 7 mörk og Giedrius Morkunas varði 14/1 skot í markinu. Brynjar Hólm Grétarsson skoraði 6 mörk fyrir Akureyri en markverðir liðsins vörðu aðeins níu skot samtals.

Haukar 34:20 Akureyri opna loka
60. mín. Haukar tapar boltanum
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert