Þjálfari Turda viðurkenndi mútur og hló

Hlynur í leiknum umtalaða.
Hlynur í leiknum umtalaða. Ljósmynd/Mircea Rosca

Hlynur Morthens, markmaður Vals í handbolta, var eins og aðrir leikmenn liðsins, ansi ósáttur við dómgæsluna í 32:23 tapi liðsins gegn rúmenska liðinu Potaissa Turda í undanúrslitum Áskorendakeppni Evrópu í gær. Valsmenn eru úr leik, eftir að hafa tapað einvíginu samanlagt með einu marki.

Markmaðurinn skrifaði pistil á Facebook-síðu sína í gær, þar sem hann lýsir sinni upplifun á leiknum. Þar skrifar hann m.a. að einn þjálfara rúmenska liðsins hafi viðurkennt að hafa mútað dómurum leiksins með því að borga þeim 20.000 evrur, eða rúmar tvær milljónir króna, áður en hann hló við.

Hann skrifar einnig um sorgina sem fylgir því að hafa leikið með meistaraflokki í 24 ár og missa af einstöku tækifæri til að spila í úrslitaleik í Evrópukeppni. Færslu Hlyns má sjá í heild sinni hér að neðan. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert