HSÍ mun krefjast rannsóknar

Ýmir Örn Gíslason þakkar mótherjum sínum fyrir leikinn.
Ýmir Örn Gíslason þakkar mótherjum sínum fyrir leikinn. Ljósmynd/Mircea Rosca

„Við munum gera allt sem við getum til þess að þetta verði skoðað. Þetta er það slæmt,“ sagði Guðmundur B. Ólafsson, formaður HSÍ, þegar Morgunblaðið spurðist fyrir um mögulegar aðgerðir sambandsins í kjölfar leiks Potaissa Turda og Vals í síðari viðureigninni í undanúrslitum Áskorendakeppni Evrópu í handknattleik á sunnudag.

Valur tapaði leiknum með níu mörkum og var marki frá úrslitaleiknum, en eins og ítarlega var fjallað um á mbl.is og í blaðinu í gær hallaði verulega á Valsmenn í dómgæslunni af tékkneska dómaraparinu sem dæmdi leikinn.

Valur ákvað í gær að kæra ekki framkvæmd leiksins til Evrópska handknattleikssambandsins, EHF, en mótmæla harkalega. Hjá HSÍ hefur Guðjón L. Sigurðsson, formaður dómaranefndar, tekið saman atriði úr leiknum og þeim hefur verið komið til EHF.

„Við förum fram á að þetta verði skoðað og rannsakað. Ég held að Guðjón hafi tekið til einhver 30 atriði úr leiknum sem orka tvímælis, svo ekki sé meira sagt. Við munum að sjálfsögðu reyna að gera allt sem við getum til að uppræta það ef eitthvað misjafnt hefur átt sér stað. En ég ætla ekki að fullyrða um það,“ sagði Guðmundur.

Sjá allt viðtalið við formann HSÍ í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert