Bjarki og Sigtryggur yfirgefa Aue

Bjarki Már Gunnarsson, á miðri mynd.
Bjarki Már Gunnarsson, á miðri mynd. Ljósmynd/Foto Olimpik

Bjarki Már Gunnarsson og Sigtryggur Daði Rúnarsson munu yfirgefa þýska B-deildarliðið Aue eftir tímabilið.

Þetta kemur fram á vef félagsins í dag þar segir að Bjarki hafi af persónulegum ástæðum kosið að halda heim á leið en hann er í íslenska landsliðshópnum sem mætir Makedóníu í Skopje annað kvöld og í Laugardalshöllinni á sunnudaginn í undankeppni EM.

Sigtryggur Daði er sagður ætla að ganga í annað þýskt lið en samningur hans við Aue rann út um mánaðarmótin. Sigtryggur Daði, sem er son­ur Rún­ars Sig­tryggs­son­ar, þjálf­ara Bal­ingen, hefur farið mikinn með liðinu síðustu vikurnar og hefur raðið inn mörkum með því.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert