Karen Knútsdóttir, fyrirliði íslenska kvennalandsliðsins í handknattleik, flytur heim í sumar eftir sex ára dvöl í þremur löndum. Þetta staðfesti hún við Morgunblaðið í gær. K
Karen segist ekki hafa samið við lið hér heima en segir fyrsta kostinn vera nokkuð augljósan. „Fram er mitt óskalið,“ sagði Karen en aldrei hefur leikið fyrir annað félag á Íslandi en Fram.
Hún var m.a. silfurliði Fram 2008, 2009, 2010 og 2011 og bikarmeistari tvö síðustu árin.
Karen segir mál til komið að söðla um eftir sex ára búsetu í Evrópu að koma heim og snúa sér að lífinu þótt vafalaust eigi hún eftir að sakna veðurblíðunnar við Miðjarðarhafið en Karen hefur síðustu þrjú ár búið í Nice í Frakklandi og leikið með liði borgarinnar. Þar áður var Karen eitt ár hjá SönderjyskE í Danmörku og þar áður tvö tímabil með Blomberg/Lippe í Þýskalandi. Hún vakti einmitt athygli forráðamanna þýska liðsins sem þegar það mætti Fram í Evrópukeppninni leiktíðina 2010/2011. Í framhaldinu skrifaði Karen undir tveggja ára samning við Blomberg. „Ég bara spennt fyrir að koma heim til Íslands,“ sagði Karen ennfremur í gær.
Sjá allt viðtalið við Karen í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag