Nice vann öruggan sigur á Celles, 28:21, í frönsku A-deildinni í handknattleik í dag. Nice er öruggt með áframhaldandi sæti í A-deildinni að ári eftir sigurinn. Arna Sif Pálsdóttir átti stórleik í liði Nice og skoraði níu mörk en Karen Knútsdóttir var ekki með vegna meiðsla.
Leikurinn var liður í umspili um hvaða lið falla niður um deild. Nice er nú með fimm stig en Celles ekkert þegar tveimur umferðum er ólokið í umspilinu. Fleury Loiret er með 4 stig en neðsta liðið af þessum þremur fellur og staða Celles er því mjög erfið.