Ég átti leik lífs míns

Ragnheiður Júlíusdóttir og Guðrún Ósk Maríasdóttir fagna titlinum í gærkvöldi.
Ragnheiður Júlíusdóttir og Guðrún Ósk Maríasdóttir fagna titlinum í gærkvöldi. mbl.is/Kristinn Magnússon

„Til­finn­ing mín er að ég hafi átt leik lífs míns að þessu sinni. Von­andi er það rétt,“ sagði hetja Fram, nýkrýndra Íslands­meist­ara í hand­knatt­leik kvenna, Guðrún Ósk Marías­dótt­ir markvörður, í sjö­unda himni eft­ir að hafa tekið við Íslands­bik­arn­um ásamt stöll­um sín­um í íþrótta­húsi Fram í gær­kvöldi að lokn­um eins marks sigri, 27:26, á deild­ar- og bikar­meist­ur­um Stjörn­unn­ar í fjórða og síðasta úr­slita­leik liðanna um Íslands­meist­ara­titil­inn. Fram vann þrjá leiki í rimm­unni en Stjarn­an einn og fé­lags­menn fögnuðu 21. Íslands­meist­ara­titl­in­um í hand­knatt­leik kvenna frá því að sá fyrsti vannst fyr­ir 67 árum.

Guðrún Ósk fór ham­förum í leikn­um, varði 27 skot, þar af tvö víta­köst og var með rúm­lega 50% hlut­falls­markvörslu. Það var vel við hæfi að hún tryggði Fram sig­ur í leikn­um með því að verj­ast tveim­ur síðustu skottilraun­um Stjörnuliðsins á síðustu sek­únd­um leiks­ins í gær­kvöldi.

„Þetta er ein­tóm gleði,“ sagði Guðrún sem varð Íslands­meist­ari í hand­knatt­leik í fyrsta sinn í gær­kvöldi. „Þetta var frá­bær leik­ur og það þarf svo sann­ar­lega stáltaug­ar til að fara í gegn­um leiki sem þessa,“ sagði Guðrún sem fór ekki aðeins á kost­um í leikn­um í gær­kvöldi held­ur einnig í fyrstu og ann­arri viður­eign liðanna. Frammistaða henn­ar reið svo sann­ar­lega baggamun­inn fyr­ir Fram enda kom ekki á óvart að Guðrún Ósk var val­in mik­il­væg­asti leikmaður úr­slita­keppni Olís-deild­ar kvenna af Hand­knatt­leiks­sam­bandi Íslands í leiks­lok.

„Svona stund­ir rétt­læta allt það sem maður legg­ur í æf­ing­ar og keppni. Þetta er til­gang­ur­inn með þessu öllu sam­an.“

Nán­ar er rætt við Guðrúnu Ósk og fjallað um Íslands­meist­ara­titil Fram í íþrótta­blaði Morg­un­blaðsins sem kom út í morg­un.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Handbolti

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Ísland 4 4 0 0 129:97 32 8
2 Georgía 4 2 0 2 101:103 -2 4
3 Bosnía 4 1 0 3 95:104 -9 2
4 Grikkland 4 1 0 3 95:116 -21 2
16.03 Bosnía 20:22 Georgía
15.03 Ísland 33:21 Grikkland
13.03 Georgía 28:26 Bosnía
12.03 Grikkland 25:34 Ísland
10.11 Bosnía 23:22 Grikkland
10.11 Georgía 25:30 Ísland
06.11 Ísland 32:26 Bosnía
06.11 Grikkland 27:26 Georgía
07.05 18:00 Bosnía : Ísland
08.05 13:00 Georgía : Grikkland
11.05 16:00 Grikkland : Bosnía
11.05 16:00 Ísland : Georgía
urslit.net
Fleira áhugavert

Handbolti

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Ísland 4 4 0 0 129:97 32 8
2 Georgía 4 2 0 2 101:103 -2 4
3 Bosnía 4 1 0 3 95:104 -9 2
4 Grikkland 4 1 0 3 95:116 -21 2
16.03 Bosnía 20:22 Georgía
15.03 Ísland 33:21 Grikkland
13.03 Georgía 28:26 Bosnía
12.03 Grikkland 25:34 Ísland
10.11 Bosnía 23:22 Grikkland
10.11 Georgía 25:30 Ísland
06.11 Ísland 32:26 Bosnía
06.11 Grikkland 27:26 Georgía
07.05 18:00 Bosnía : Ísland
08.05 13:00 Georgía : Grikkland
11.05 16:00 Grikkland : Bosnía
11.05 16:00 Ísland : Georgía
urslit.net
Fleira áhugavert