Guðrún Ósk Maríasdóttir úr Fram var valin mikilvægasti leikmaðurinn í úrslitakeppni Olís-deildar kvenna í handknattleik sem lauk í gær þegar Fram tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn með sigri gegn Stjörnunni í fjórða úrslitaleik liðanna í Safamýri.
Guðrún Ósk varði mark Framara af stakri snilld í flestum leikjum liðsins í úrslitakeppninni og toppaði svo í gærkvöld þegar hún varði 27 skot, þar af tvö vítaskot.